Íþróttir

Jón Ólafur sigraði á vinabæjarmóti í ballskák
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 14:35

Jón Ólafur sigraði á vinabæjarmóti í ballskák

Jón Ólafur Jónsson sigraði vinabæjarmót Reykjanesbæjar og Seltjarnarness sem fram fór í morgun. Eldri borgarar sem taka þátt í ballskák (billiard) sem haldin er í Virkjun tóku á móti félögum sínum á Seltjarnarnesi og héldu létt vinabæjarmót. Úrslitin urðu sem hér segir; Jón Ólafur sigraði Ásgeir frá Seltjarnaresi í bráðskemmtilegum úrslitaleik. Í þriðja sæti varð Karl Þorsteinsson. Frá þessu er greint á Facebook síðu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. 

Alls voru 25 þátttakendur sem leiddu saman hesta sína. Virkjun mannauðs bauð upp à vöfflur og kaffi og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir. Liðsstjóri Seltirninga var Njarðvíkurdaman hún Nilsína Larsen Einarsdóttir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Meðfygjandi myndir tók Hafþór Birgisson.