VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Jón Ólafur sigraði á vinabæjarmóti í ballskák
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 14:35

Jón Ólafur sigraði á vinabæjarmóti í ballskák

Jón Ólafur Jónsson sigraði vinabæjarmót Reykjanesbæjar og Seltjarnarness sem fram fór í morgun. Eldri borgarar sem taka þátt í ballskák (billiard) sem haldin er í Virkjun tóku á móti félögum sínum á Seltjarnarnesi og héldu létt vinabæjarmót. Úrslitin urðu sem hér segir; Jón Ólafur sigraði Ásgeir frá Seltjarnaresi í bráðskemmtilegum úrslitaleik. Í þriðja sæti varð Karl Þorsteinsson. Frá þessu er greint á Facebook síðu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar. 

Alls voru 25 þátttakendur sem leiddu saman hesta sína. Virkjun mannauðs bauð upp à vöfflur og kaffi og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir. Liðsstjóri Seltirninga var Njarðvíkurdaman hún Nilsína Larsen Einarsdóttir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Meðfygjandi myndir tók Hafþór Birgisson. 

 
 
 
 
 
VF jól 25
VF jól 25