Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 13. apríl 2001 kl. 12:56

Jón Oddur með þrennu

Jón Oddur Sigurðsson úr Njarðvík vann til þrennra verðlauna á Sjælland Open sundmótinu í Danmörku sem var haldið fyrir skömmu.
Níu sundmenn fóru með unglingalandsliðinu og mótið og stóð Jón Oddur sig mjög vel. Hann fékk gull í 100m bringusundi og brons í 200m bringusundi í sínum aldursflokki. Silfurverðlaunin fékk hann í opnum flokki í 50m bringusundi. í 100 og 200m bringusundinu bætti hann fyrri árangur sinn en í opna flokknum var hann 10 hundruðustu frá sínum besta árangri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024