Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Oddur með fimm verðlaun
Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 13:57

Jón Oddur með fimm verðlaun

Sundmaðurinn Jón Oddur Sigurðsson frá Njarðvík gerði góða hluti með liði háskólans Stony Brook í Bandaríkjunum á East American meistaramótinu sem haldið var um helgina.

Stony Brook lenti í þriðja sæti mótsins, en Jón Oddur hlaut 5 verðlaun á mótinu.

Hann sigraði í 100m bringusundi, fékk silfur í 200m boð-fjórsundi og brons í 200m bringusundi, 400m boð-fjórsundi og 200m boð-skriðsundi.

Jón Oddur hefur staðið sig afar vel með Stony Brook á sínu fyrsta ári og hefur unnið til fjölmargra verðlauna og verður spennandi að fylgjast með gengi hans á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024