Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Jón Júlíus og Svanhvít klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur
Jón Júlíus og Svanhvít
Fimmtudagur 19. júlí 2018 kl. 07:00

Jón Júlíus og Svanhvít klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fór fram í síðustu viku. Veðrið lék við keppendur alla dagana en kylfingarnir sem léku á föstudeginum sluppu við mikla rigningu sem kom seinnipartinn. Ágætis þátttaka var í mótinu og var lokahófið glæsilegt en þar voru veittar viðurkenningar fyrir gott og misgott gengi ásamt því að hver flokkur fékk verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.

Jón Júlíus Karlsson varð klúbbmeistari karla á 306 höggum og Svanhvít Helga Hammer klúbbmeistari kvenna á 244 höggum. Hér að neðan má síðan sjá þrjú efstu sætin í meistaraflokki karla og kvenna. Nánari upplýsingar um verðlaunasæti á mótinu má sjá á golf.is.

Mfl. karla
Jón Júlíus Karlsson 306 högg
Hólmar Árnason 307 högg
Guðmundur Andri Bjarnason 314 högg

Mfl. kvenna
Svanhvít Helga Hammer 244 högg
Gerða Kristín Hammer 260 högg
Þuríður Halldórsdóttir 269 högg

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Verðlaunahafar mótsins