Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 19:04

JÓN INGI MEÐ TVO SIGRA

Jón Ingi Ægisson sigraði á 10. Langbest ásamótinu á Knattborðsstofu Suðurnesja í fyrrakvöld. Jón Ingi var einnig í eldlínunni um sl.helgi í höfuðborginni þegar hann sigraði í 1. flokki á stigamóti snókersambandsins. Jón Ingi lagði Þormar Viggósson í úrslitum Langbest-mótsins 3:1 en í 4ra manna úrslitum vann hann Jón Ólaf Jónsson og Þormar vann Guðmund Stefánsson. Í stigakeppninni er Jón Óli efstur með 560 stig, Þormar annar með 440 og Guðmundur þriðji með 390.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024