Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Ingi leikur á úrtökumóti fyrir NM í snóker í Osló
Jón Ingi Ægisson og Kristján Helgason sem léku til úrslita um s.l. helgi.
Miðvikudagur 11. febrúar 2015 kl. 00:01

Jón Ingi leikur á úrtökumóti fyrir NM í snóker í Osló

- tapaði í úrslitum á 5. stigamótinu í opnum flokki um s.l. helgi

Jón Ingi Ægisson, kylfingur og snókerspilari, úr Reykjanesbæ  mun leika á úrtökumótinu fyrir Norðurlandamótið. Sú keppni hefst í dag í Osló í Noregi. Þar keppir hann ásamt Jóhannesi B Jóhannessyni, Gunnari Hreiðarssyni, Þorra Jenssyni og Atla Má Bjarnasyni og Örvari Guðmundssyni. Á úrtökumótinu hér á landi voru 25 þátttakendur.

Jón Ingi keppir í fjögurra manna riðli á úrtökumótinu í Noregi þar sem hann mætir landa sínum Guðna Pálssyni í fyrstu umferð í dag, Dananum Michael B Andersen í annarri umferð og Umar Hayat Ali frá Noregi í þriðju umferð en tvær síðustu umferðirnar fara fram fimmtudaginn 12. febrúar.

Alls eru riðlarnir átta og komast tveir efstu úr hverjum riðli í 16-manna úrslit. Leikið verður á föstudag í 16 og 8 manna úrslitum, undanúrslitin og úrslitaleikurinn sjálfur fara fram á laugardaginn. 

Úrslit á mótinu má nálgast hér: 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024