Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Halldór og Tiffany best í umferðum 18-24
Mánudagur 10. mars 2008 kl. 13:14

Jón Halldór og Tiffany best í umferðum 18-24

Úrvalslið kvenna og besti þjálfarinn í umferðum 18-24 í Iceland Express deild kvenna voru tilkynnt í dag. Tiffany Roberson leikmaður Grindavíkur var valin besti leikmaður umferðanna og Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur var valinn besti þjálfarinn. Jón var einnig valinn besti þjálfarinn í fyrstu umferðum mótsins eða í umferðum 1-9.
 
Úrvalsliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:
 
Hildur Sigurðardóttir, KR
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
LaKiste Barkus, Hamar
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Tiffany Roberson, Grindavík
 
Eins og áður greinir var Jón Halldór Eðvaldsson valinn besti þjálfarinn en á laugardaginn kemur hefst úrslitakeppnin í Iceland Express deild kvenna þar sem eigast við Keflavík og Haukar og annarsvegar KR og Grindavík.
 
VF-Mynd/ [email protected] Verðlaunahafarnir ásamt Hannesi Sigurbirni Jónssyni formanni KKÍ en á myndina vantar Tiffany Roberson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024