Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Halldór hættir með meistaralið Keflavíkur
Laugardagur 9. apríl 2011 kl. 11:49

Jón Halldór hættir með meistaralið Keflavíkur

Jón Halldór Eðvaldsson mun ekki halda áfram þjálfun meistaraliðs Keflavíkur í kvennakörfu en Keflavík vann þrefalt í ár, þar á meðal tvo stærstu titlana, Bikar- og Íslandsmeistartitla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann hefur þó hug á að þjálfa áfram en mun samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa áhuga á að taka annað lið að sér. Undir stjórn Jóns hefur liðinu gengið vel undanfarin fjögur ár en aldrei þó eins og nú í ár.

VF-mynd/pket: Jón Halldór og Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari halda á Íslandsbikarnum á milli sín í gærkvöldi.