Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Gunnar til liðs við Keflavík
Fimmtudagur 10. janúar 2008 kl. 15:54

Jón Gunnar til liðs við Keflavík

Knattspyrnulið Keflavíkur hefur fengið miðjumanninn Jón Gunnar Eysteinsson frá Fjarðabyggð til liðs við sig fyrir komandi átök í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð. Frá þessu er greint á www.fotbolti.net

 

Jón Gunnar sem er 21 árs gamall hefur gert þriggja ára samning við Keflvíkinga. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Keflavík fær í vetur en áður höfðu Patrik Redo og Ivica Skiljo samið við félagið.

 

Jón Gunnar er uppalinn Fjarðabyggð en árið 2003 gekk hann til liðs við KA. Eftir að hafa leikið með KA frá 2004-2006 gekk hann aftur til liðs við Fjarðabyggð í fyrrahaust og samdi til tveggja ára.

 

Í sumar skoraði hann fimm mörk fyrir Fjarðabyggð í 25 leikjum í deild og bikar en hann lék alla leiki liðsins.

 

Frétt af www.fotbolti.net

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024