Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Gnarr með byssu við golfskálann í Leiru
Þriðjudagur 3. mars 2009 kl. 16:22

Jón Gnarr með byssu við golfskálann í Leiru

Nú er unnið hörðum höndum við að snyrta, mála og lagfæra ýmislegt innan golfskálans í Leiru á Suðurnesjum og hófst sú vinna um síðustu helgi.
Er verið að hressa upp á gólfefni, mála veggi og loft og ýmsilegt fleira. Þegar vinna stóð sem hæst um sl. laugardag mættu þekktir leikarar, m.a. Gunnar Hansson sem einnig er hörku kylfingur og vinur hans Jón Gnarr. Nætur- og dagvaktarsúperstjarnan var þarna mættur með byssu í stórum hólki en Gunnar vildi lítið tjá sig um hvað þeir væru að gera annað en að þeir vildu komast í sumarbústaðaumhverfi til að spjalla saman. Eitthvað af myndavélum mátti sjá í heimsókn þeirra en Jón Gnarr hafði ekki tíma til að hreinsa gólfefni eða gera klárt fyrir málun. Sagðist vera á leið í viðtal með byssuna. „Ég hef gaman af því að nota hana þessa og skýt ýmsa fugla,“ sagði grínistinn grafalvarlegur á svip.
Ný stjórn GS hefur haft í nógu að snúast fyrir komandi leiktíð í Leirunni og þetta var eitt af verkefnunum, að hressa aðeins upp á skálann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í golfskálanum í Leiru er m.a. verið að mála og leggja nýtt á gólf. Á hinni myndinni má sjá Jón Gnarr og félaga á vappi í kringum Tjarnarkot sem er áningarstaður kylfinga við 10. brautina. Stuttu síðar veifaði Jón Gnarr skotvopni en vegna mikillar leyndar sem hvíldi yfir viðtalinu sem sjónvarpsmaðurinn var að taka við hann báðu þeir kylfings-ljósmyndara að sýna ekki meira en hér sést á þessari mynd.