Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel var ekki valinn í nýliðavalinu
Jón Axel í leik með háskólaliði Davidson þar sem hann vakti mikla athygli.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 08:25

Jón Axel var ekki valinn í nýliðavalinu

Jón Axel Guðmundsson var ekki í hópi þeirra sextíu leikmanna sem voru valdir í nýliðavalinu fyrir NBA-deildina í körfubolta. Valið fór fram í nótt og liðin sem Jón Axel hafði verið orðaður við völdu aðra fram yfir hann.

Hér má sjá lista yfir þá sextíu sem voru valdir í nýliðavali NBA.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Axel mun leika með íslenska landsliðinu í Slóvakíu þar sem Ísland mætir Lúxemborg þann 26. nóvember og Kosovó þann 28. nóvember í forkeppni að HM 2023. Með liðinu leika einnig Suðurnesjamennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík) og Sigtryggur Arnar Björnsson (Grindavík).