Íþróttir

Jón Axel leikur í spænsku ACB-deildinni á næsta tímabili
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 15. maí 2025 kl. 15:20

Jón Axel leikur í spænsku ACB-deildinni á næsta tímabili

Grindvíski körfuknattleiks- og landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur endursamið við San Pablo Burgos en liðið lék í næstefstu deildinni á Spáni, Primera FEB, á liðnu keppnistímabili. Liðið tryggði sér örugglega sigur í deildinni og leikur því í einni sterkustu deild Evrópu, ACB-deildinni, á næsta tímabili.

Jón Axel var burðarás í liði Burgos á yfirstandandi tímabili og því koma þessi tíðindi ekki á óvart.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl