Jón Axel í skóla Steph Curry
Grindvíkingurinn eftirsóttur af skólum í Bandaríkjum
Grindvíkingurinn ungi, Jón Axel Guðmundsson, mun leika með Davidson háskólanum í Bandaríkjunum næstu fjögur árin en þar lék áður besti leikmaður NBA deildarinnar í dag, Steph Curry. Karfan.is greinir frá. Jón Axel átti frábært tímabil með Grindvíkingum í ár þar sem hann skoraði 16 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leik, ásamt því að safna þrennum í allan vetur.
Margir aðrir skólar vestanhafs höfðu samband við kappann sem er 19 ára gamall, en þessi skóli í Norður Karolínufylki stóð upp úr fjöldanum.
„Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr var Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn. Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu skólalóðina í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógram og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum, það var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna,“ sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is.
Fyrir eru í háskólakörfuboltanum Suðurnesjafólkið, Elvar Már Friðriksson, Kristinn Pálsson og Sara Rún Hinriksdóttir.