Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Axel í Grindavíkurbúninginn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 14:56

Jón Axel í Grindavíkurbúninginn

Stórtíðindi í íslenskum körfuboltaheimi urðu í dag þegar landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson skrifaði undir eins árs samning við uppeldisfélagið sitt UMFG en hann hefur verið atvinnumaður síðustu ár.

Víkurfréttir tóku viðtal við hann fyrir stuttu og þá kom í ljós að hann beið tilboða að utan en þar sem ekkert nógu bitastætt barst þá ákvað hann að skella sér í gulu Grindavíkurtreyjuna - þó með þeim fyrirvara að ef heillandi tilboð berst að utan að þá mun UMFG ekki standi í vegi hans.
Jón Axel fær aldeilis eldskírn í sínum fyrsta leik á fimmtudagskvöld en Grindvíkingar heimsækja þá granna sína í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024