Jón Arnór farinn frá Njarðvík
Jón Arnór Sverrisson mun ekki leika áfram með Njarðvíkurliðinu heldur Breiðabliki þegar boltinn fer af stað aftur en stefnt er að hefja leik aftur 13.–15. nóvember í Domino's-deildum karla og kvenna.
Á vef umfn segir að Jón Arnór hafi, af persónulegum ástæðum, óskað eftir því að fá að fara á lán og varð félagið við þeirri beiðni. Félagið óskar honum góðs gengis í Kópavoginum og hlakkar til að fá hann heim aftur.