Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jón Arnór aftur í heimahagana
Jón Arnór Sverrisson og Jón Björn Ólafsson stjórnarmaður KKD UMFN handsala samninginn
Mánudagur 28. maí 2018 kl. 12:22

Jón Arnór aftur í heimahagana

Jón Arnór Sverrisson tekur slaginn með Njarðvík í Domino´s-deild karla á næstu leiktíð. Jón sem staldarði við hjá Keflavík og Hamri á síðasta tímabili er uppalinn í grænu og fögnuður að fá sterkan bakvörð aftur heim í Ljónagryfjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.

Jón fór með Hamri í úrslit 1. deildar karla gegn Breiðablik þar sem Blikar höfðu betur eftir hörku seríu en Jón var með 10,5 stig, 5,5 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Hamri í 24 leikjum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024