Jón Arnór á leiðinni frá Njarðvík

- Óskaði lausnar undan samningi.

Jón Arnór Sverrisson leikmaður meistaraflokks karla í körfu hefur óskað eftir því að losna undan samningi við Njarðvík. Stjórn félagsins varð við ósk Jóns og mun hann því halda á önnur mið og leika með öðru félagi í vetur. Jón Arnór er uppalinn Njarðvíkingur og ástæða þess að hann vill losna undan samningi er sú að hann vill fá fleiri tækifæri og stærra hlutverk á vellinum að eigin sögn. Þetta kemur fram á umfn.is.

Körfuknattsleiksdeild Njarðvíkur þakkar Jóni fyrir allt sem hann hefur áorkað og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.