Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur í dag
Í dag verða hinar árlegu jólasýningar Fimleikadeildar Keflavíkur. Sýningarnar fara fram í Íþróttahúsinu við Sunnubraut, A sal. Í ár verða tvær sýningar, kl. 14:00 og kl. 16:00.
Börn fædd 2006 sýna á báðum sýningunum. Miðaverð er 1200 krónur fyrir 13 ára og eldri, 600 krónur fyrir 12 ára og yngri, frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.