Jólaskákmót Samsuð og Krakkaskákar
Jólaskákmót Samsuð og Krakkaskákar verður haldið í Holtaskóla sunnudaginn 13. desember frá kl 13.00 - 17.00. Keppt verður í fjórum flokkum 7-10 ára og 11-16 ára, í drengja og stúlkna flokki.
Keppt verður með skákklukkum. 9 umferðir með umhugsunartíma 8 mínútur á mann.
Einnig verður keppt um bikar í peðaskák fyrir þau sem kunna minna. Glæsileg verðlaun í ár eins og ávallt. Skáksamband Íslands gefur einnig verðlaun í mótið.
Dregið verður úr happdrættisvinningum sem Nettó gefur í mótið líkt og undanfarin ár.
Hægt er að skrá í mótið hér.