Jólapúttmót GS gekk vel
Jólapúttmót Golfklúbbs Suðurnesja var haldið í gær og var mæting ágæt. Boðið var upp á piparkökur, kakó og kaffi og virtust menn hafa gaman af því að hittast eftir jólahátíðina. Leikið var í 3 flokkum og hver flokkur lék 54 holur eða þrisvar 18 holur en tveir bestu hringirnir voru metnir.
Fyrirhugað er að hafa mótaröð á nýju ári en þá verða leikin 12-14 mót þar sem 8-10 bestu gilda til lokaverðlauna. Mótin verða áfram á mánudögum kl. 19 í inniaðstöðu klúbbsins á Hafnargötu 2. Nánari upplýsingar á keppnisfyrirkomulagi verður kynnt fljótlega.
Öll mótin eru haldin til styrktar barna- og unglingastarfi klúbbsins svo við hvetjum alla til að mæta og styrkja starfið og auðvitað að hafa gaman.
Úrslit:
Meistaraflokkur:
1. Þór Ríkharðsson 58 högg
2. Sigmar Þór Hjálmarsson 63 högg
3. Gunnlaugur Unnar Kristinsson 64 högg
Fyrstiflokkur:
1. Sigfús Sigfússon 61 högg
2. Snorri Jóhannesson 64 högg
3. Ásgeir Steinarsson 66 högg
Barnaflokkur:
1. Zuzanna Korpak 65 högg
2. Jóhannes Snorri Ásgeirsson 67 högg
3. Laufey Jóna Jónsdóttir 68 högg