Jólamót Hitaveitunnar hefst í kvöld
Jólamót Hitaveitu Suðurnesja í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni hefst í kvöld kl. 18:30 með leik ÍA og FH. Seinni leikur kvöldsins er leikur Keflvíkinga og ÍBV en hann byrjar kl. 20:30. Sigurvegararnir í leikjunum í dag mætast svo í úrslitum kl. 14:30 á sunnudag en fyrir þann leik spila tapliðin um 3. sætið.Keflavík vann mótið í fyrra en þá lék liðið í úrvalsdeild.