Jólamót Hitaveitu Suðurnesja
Jólamót Hitaveitu Suðurnesja fer fram í dag, fimmtudaginn 13. desember í Reykjaneshöllinni og hefst kl. 18:10 með leik Fram og Keflavík. Síðari leikurinn þann dag hefst kl. 20 en þá eigast Grindavík og ÍA við á vellinum. Laugardaginn 15. desember er síðari dagur mótsins. Fyrsti leikur byrjar kl. 10:30 en þá verður leikið um 3. sæti og síðari leikur hefst kl. 12:30 þegar barist verður um 1. sætið. Fjölmennum á völlinn!