Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 11. desember 2003 kl. 09:52

JÓLAMÓT HERTZ & KEFLAVÍKUR

Jólamót verður haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 13. desember.   Mótið er fyrir pilta í 6. flokki (8 og 9 ára) og er haldið af  knattspyrnudeild Keflavíkur.  Þátttökulið í mótinu eru:  Keflavík,  Njarðvík, Reynir/Víðir, Grindavík, HK, Fjölnir, ÍA og Víkingur  Reykjavík.   Mótið hefst kl. 9:15 og því lýkur um kl. 14:20 með  verðlaunaafhendingu og pizzuveislu.  Kíkið við í Reykjaneshöllinni og  sjáið knattspyrnusnillinga framtíðarinnar leika listir sínar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024