Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jói Kristjáns mættur til Aþenu, fyrsti leikur á laugardag
Miðvikudagur 15. september 2004 kl. 09:41

Jói Kristjáns mættur til Aþenu, fyrsti leikur á laugardag

Eins og flestir vita er Jóhann Kristjánsson, borðtenniskappi, staddur í Ólympíuborginni Aþenu þessa dagana. Hann hefur keppni á ÓL fatlaðra á laugardag og biður verðugt verkefni þar sem fyrsti andstæðingurinn er sjálfur meistarinn frá síðustu leikum.

Jói er þó ekki að mikla slíkt fyrir sér og segist í góðu formi. „Við erum búnir að taka nokkrar æfingar og erum nú að fara inn í keppnishöllina að æfa þar en spilið hjá mér núna er alveg pottþétt!“

Íslensku íþróttamennirnir héldu utan um síðustu helgi og segir Jói að umgjörðin í kringum mótið sé með ólíkindum, enda keppa þau á sömu stöðum og voru notaðir á Ólympíuleikunum á dögunum. „Þetta er allt svo rosalega stórt að maður áttar sig varla á þessu,“ segir Jói. „Til dæmis komast 4000 áhorfendur fyrir í höllinni þar sem ég keppi. Það er ekki endilega búist við því að það verði uppselt, en það verður örugglega eitthvað fleiri en 20 manns eins og maður er vanur.“

Víkurfréttir munu fylgjast náið með þróun mála hjá Jóa og flytja fréttir af gengi hans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024