Jói Kristjáns kominn á fullt í borðtennis á ný
Keflvíkurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson, borðtenniskappi frá Íþróttasambandi fatlaðra, gerði góða ferð til Svíþjóðar á alþjóðlegu puntamóti sem haldið var í Stokkhólmi um helgina. Jóhann lenti í þriðja sæti í sínum flokki sem er class 2 og einnig í þriðja sæti í liðakeppni, en þar spilaði hann með ítölskum spilara.
Jóhann hefur verið að ná sér eftir tæplega 10 mánaða sjúkrahússvist og er gaman að sjá að hann er kominn aftur á beinu brautina.
Hann stefnir ótrauður að því markmiði að verða áfram í efstu sætum á heimslistanum sem gefa rétt til að keppa á heimsmeistaramóti og ólympíumóti fatlaðra, en Jóhann gerði góða ferð til Aþenu á síðasta mót.
Jóhann hefur verið að ná sér eftir tæplega 10 mánaða sjúkrahússvist og er gaman að sjá að hann er kominn aftur á beinu brautina.
Hann stefnir ótrauður að því markmiði að verða áfram í efstu sætum á heimslistanum sem gefa rétt til að keppa á heimsmeistaramóti og ólympíumóti fatlaðra, en Jóhann gerði góða ferð til Aþenu á síðasta mót.