Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jói B og Tóti aftur í Keflavík?
Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 17:52

Jói B og Tóti aftur í Keflavík?

Knattspyrnukappinn Jóhann B. Guðmundsson gæti verið á heimleið úr atvinnumennskunni, en hann hefur fengið frjálsa sölu frá sænska liðinu Örgryte.

Í samtali við vefmiðilinn fotbolti.net sagði Jóhann að ástæður uppsagnarinnar væru mikil fjárhagsvandræði liðsins. Hann útilokaði ekki að vera á heimleið, en hann ætlaði fyrst að reyna fyrir sér úti og athuga hvort hann fegni góð tilboð þar.

Allnokkur félög í efstu deild hafa haft samband við Jóhann og er hans gamla félag Keflavík engin undantekning. Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir vonuðust til að Jóhann taki Keflavík fram yfir önnur félög, en engar viðræður væru hafnar um það.

Annars er það að frétta af leikmannamálum Keflvíkinga að líklegt er talið að Þórarinn Kristjánsson semji við liðið, en það mál mun skýrast á næstu dögum. Þá misstu Keflvíkingar af Andra Val Ívarssyni sem gekk í raðir bikarmeistara Vals á dögunum, en þessi stóri Norðanmaður var sterklega orðaður við Keflavík.

Ásmundur segir að lokum að þeir örvænti ekki þó flestir af bestu leikmönnunum á markaðnum séu farnir því þeir hyggist nýta unga og efnilega stráka úr yngri flokkum félagsins á næsta ári.

Heimild: Fotbolti.net

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024