Jóhanna öflug á Þrekmótaröðinni
-Sigraði einstaklingskeppnina og lenti einnig í 3. sæti í parakeppni ásamt Andra Orra
Keflvíkingurinn Jóhanna Júlía Júlíusdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði einstaklingskeppnina fyrir yngri en 39 ára á haustmóti Þrekmótaraðarinnar sem fram fór í Digranesi í Kópavogi um síðustu helgi. Þá lentu hún og Andri Orri Hreiðarsson einnig í 3. sæti í parakeppninni. Jóhanna æfir með Crossfit XY í Garðabæ en Andri Orri með Crossfit Suðurnes.
Keppendur komu frá 20 mismunandi æfingastöðvum víðs vegar frá landinu öllu. Haustmótið er síðasta mótið af þremur í þrekmótaröðinni og saman stóð af 9 greinum sem liðsmenn skiptu á milli sín ásamt því að þurfa að hlaupa 1 km í byrjun. Það lið sem var með besta tímann vann.