Jóhanna Margrét sigraði Kristjánsmótið
Kristjánsmótið var haldið á laugardaginn 5. mars og var gaman að sjá hversu góð þátttaka var í mótinu. Einnig var góð mæting á pallana og skemmti fólk sér hið besta við að horfa á tilþrif smalanna.
Eftir verðlaunaafhendingu galdraði kvennadeildin upp frábæra veislu. Hlynur og Helga gáfu öll verðlaun mótsins og þakkar mótanefndin innilega fyrir þá gjöf. Mótanefndin vill einnig þakka Mánamönnum og öðrum gestum fyrir frábært kvöld.
Úrslit:
1. Jóhanna Margrét Snorradóttir Gréta frá Syðra-Skóganesi
2. Snorri Ólason Dynur frá Ásbrú
3. Haraldur Valbergsson Orka frá Síðu
4. Sveinbjörn Bragason Líf frá Flagbjarnarholti
5. Haukur Aðalsteinsson Galsi frá Grund
6. Högni Sturluson Glóa frá Höfnum
7. Óli Garðar Axelsson Flóki frá Feti
8. Íris Eysteinsdóttir Svartur frá Sauðárkróki
9. Ólöf Rún Guðmundsdóttir Perla frá Hólmi
10. Hlynur Kristjánsson Loftur frá Kirkjubæ