Jóhanna Júlía og Ólöf Edda náðu góðum árangri í Lúxemborg
Tvær efnilegar sundkonur úr röðum ÍRB, þær Ólöf Edda Eðvarðsdóttir og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir kepptu fyrir Íslands hönd á móti í Lúxemborg nú um helgina. Þetta mót var lykilmót í undirbúningi þeirra fyrir tvö mikilvæg mót framundan og árangurinn lét ekki á sér standa. Báðar þessar sundkonur hafa sýnt talsverðar framfarir á þessu ári og eru þeir tveir sundmenn ÍRB sem hafa bestu mætinguna á æfingar í öllu sundfélaginu. Þær hafa unnið gríðarlega hart að því að ná sæti í landsliði Íslands. Þær náðu eins og áður segir glæsilegum árangri á mótinu en hér að neðan er samantekt af afrekum þeirra.
Jóhanna Júlía: 15-16 ára gull í 200 fjórsundi, silfur í 200 bringusundi, silfur í 100 bringusundi, brons í 100 flugsundi, brons í 200 flugsundi, fjórða í 100 baksundi (ÍRB met kvenna og stúlkna), komst í úrslit í opnum flokki í 50 flugsundi og lenti þar í 5. sæti.
Ólöf Edda :14 ára og yngri gull í 200 bringusundi, silfur í 100 flugsundi (ÍRB telpnamet), silfur í 100 bringusundi, brons í 200 fjórsundi, fjórða í 200 flugsundi, fjórða í 400 fjórsundi, komst í undanúrslit í opnum flokki í 50 flugsundi.
mynd: umfn.is