Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhanna Júlía Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 16:44

Jóhanna Júlía Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi

Á uppskeruhátíð Sundsambands Íslands sem haldin var í gærkvöldi í tengslum við ÍM25 fékk ÍRB Hvatningarverðlaun SSÍ. Hvatningarverðlaunin eru veitt félaginu fyrir öflugt unglingastarf og uppbyggingu ungs liðs. Þá hlaut Anthony D. Kattan yfirþjálfari liðsins titilinn Unglingaþjálfari ársins 2011 og Sigmar Björnsson var valinn dómari ársins.


Íslandsmeistaramótinu í 25m laug lauk einnig í gær en þar eignuðust ÍRB Íslandsmeistara. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann þá 200m fjórsund og Jóna Helena Bjarnadóttir lenti í 2. sæti. Gunnar Örn Arnarson varð þriðji í 200m fjórsundi. Jóhanna Júlía varð þriðja í 100m flugsundi og þriðja í 200m baksundi. Góður dagur þar sem margir voru að standa sig vel og bæta tíma sína verulega.
Innanfélagsmetin sem féllu í gær voru þessi: Baldvin ÍRB drengir í 200 fjór og 100 flug. Jóhanna ÍRB met konur og stúlkur í 200 bak og Keflavíkurmet í 100m flugsundi stúlkur og Jóna Helena bætti ÍRB metið í 400 fjór konur.


Nú hafa FINA stigin verið uppfærð og Jóhanna náði 700 FINA stigum fyrir 200m fjórsundið sitt sem er frábær árangur og er hún aðeins önnur konan innan raða ÍRB sem nær 700 stigum miðað við nýju FINA stigin, hin er Erla Dögg Haraldsdóttir.

Mynd: Jóhanna Júlía er hér vinstra megin á myndinni ásamt Ólöfu Eddu liðsfélaga sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024