Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Jóhanna Íslandsmeistari í crossfit
Stóra markmið Jóhönnu Júlíu var að sigra. Myndir: Eva Björk Ægisdóttir
Mánudagur 4. desember 2017 kl. 13:20

Jóhanna Íslandsmeistari í crossfit

Keflvíkingurinn Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð Íslandsmeistari í crossfit um helgina, eftir keppnina „Hleðsla Icelands Throwdown 2017“, Íslandsmóti í crossfit.

Keppnin hófst á föstudaginn þar sem fyrstu tvær greinarnar voru 60 mínútur á þrekhjóli og 600 metra sund. Jóhanna endaði þar í fjórða sæti á þrekhjólinu og í því fyrsta í sundinu, en hún er einnig afrekskona í sundi og æfði lengi með ÍRB.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á laugardeginum og sunnudeginum var keppnin haldin í HK húsinu í Digranesi þar sem keppt var í alls kyns crossfit greinum. Þar sigraði Jóhanna fimm af sex greinum.

„Ég var mjög vel stemmd fyrir þetta mót og stóra markmiðið mitt var að vinna. Þetta var hörð keppni og margar sterkar stelpur, vel skipulagt og skemmtilegt mót sem gerði helgina frábæra,“ segir Jóhanna Júlía í samtali við Víkurfréttir.