Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann úr leik á HM: Riðillinn einfaldlega of sterkur!
Laugardagur 30. október 2010 kl. 12:07

Jóhann úr leik á HM: Riðillinn einfaldlega of sterkur!

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er úr leik á Heimsmeistaramótinu í borðtennis í flokki C2. Fyrr í vikunni tók Jóhann þátt í opnum flokki þar sem hann datt út í fyrstu umferð gegn þýskum spilara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann var afar óheppinn með riðil að þessu sinni þar sem hann hafnaði með fyrrum Ólympíumeistara frá Kóreu og núverandi Ólympíumeistara frá Frakklandi.

Í fyrstu umferð lék Jóhann gegn Frakkanum Vincent Boury og tapaði 3-0. Frakkinn lék svo gegn Kóreumanninum Kyung Mook Kim og lá sá franski 3-0 svo á brattann var að sækja fyrir Jóhann gegn Kóreumanninum. Svo fór að Kyung Mook Kim hafði betur 3-0 og Jóhann úr leik en hinir tveir komnir áfram.

Jóhann hefur því lokið þátttöku sinni á HM að þessu sinni og er væntanlegur heim til landsins í byrjun nóvembermánaðar.