Jóhann Þórhalls til Grindavíkur
Knattspyrnuliði Grindvíkur berst í dag góður liðsauki þegar framherjinn Jóhann Þórhallsson skrifar undir tveggja ára samning við liðið.
Fótbolti.net sagði frá þessu fyrr í dag, en Jóhann var einn eftirsóttasti íslenski leikmaðurinn á markaðnum þetta haustið. Samningar verða undirritaðir í félagshúsi Grindavíkur sídegis í dag.
Jóhann, sem hefur leikið með KA undanfarin ár er einn skæðasti sóknarmaður landsins og á eflaust eftir að styrkja Grindvíkinga umtalsvert með markheppni sinni, en hann gerði 11 mörk í 16 leikjum með KA í 1. deildinni í sumar.
fotbolti.net
Fótbolti.net sagði frá þessu fyrr í dag, en Jóhann var einn eftirsóttasti íslenski leikmaðurinn á markaðnum þetta haustið. Samningar verða undirritaðir í félagshúsi Grindavíkur sídegis í dag.
Jóhann, sem hefur leikið með KA undanfarin ár er einn skæðasti sóknarmaður landsins og á eflaust eftir að styrkja Grindvíkinga umtalsvert með markheppni sinni, en hann gerði 11 mörk í 16 leikjum með KA í 1. deildinni í sumar.
fotbolti.net