Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 13. janúar 2003 kl. 09:22

Jóhann Steinarsson í Njarðvík

Knattspyrnumaðurinn Jóhann Steinarsson úr Keflavík er genginn til liðs við nágrannana í Njarðvík sem leika í 1. deild. Jóhann lék með ÍR á síðasta tímabili en hann hefur spilað með Keflavík, KA og Tindastól.Jóhann er eldri bróðir Guðmundar Steinarssonar sem hefur verið aðal markaskorari Keflavíkurliðsins undanfarin ár.

Þá kemur fram í Morgunblaðinu í dag að Njarðvíkingar hafi einnig gert samning við Martein Guðjónsson, fyrrum unglingalandsliðsmann úr Reyni Sandgerði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024