Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann sá um Stjörnumenn
Miðvikudagur 21. janúar 2015 kl. 08:49

Jóhann sá um Stjörnumenn

Keflvíkingar sigruðu Íslandsmeistara Stjörnunnar 2-1 í Fótbolta.net mótinu í knattspyrnu í gær. Stjörnumenn naðu forystu í leiknum, en það var Hólmar Örn Rúnarsson sem jafnaði metin fyrir Keflvíkinga, þegar hann skoraði glæsilegt mark fyrir utan teig í seinni hálfleik. Það var svo Jóhann Birnir Guðmundsson sem tryggði Keflvíkingum sigur undir lok leiks, með marki eftir góða sendingu frá Einari Orra. Mörkin má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Keflvíkingar eru efstir í sínum riðli með fimm stig eftir þrjá leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024