Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann og Reup duttu út í 8-liða úrslitum
Mánudagur 9. maí 2011 kl. 16:56

Jóhann og Reup duttu út í 8-liða úrslitum

Borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson lauk um helgina þátttöku sinni í opna slóvenska borðtennismótinu en hann komst í 8-liða úrslit með Austurríkismanninum Hans Reup í liðakeppninni. Í 8-liða úrslitum mættu strákarnir franskri sveit sem reyndist of sterk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn fór 3-0 Frökkunum í vil og Jóhann og Reup þar með úr leik. Jóhann kvaðst í snörpu samtali við heimasíðu ÍF ánægður með árangurinn ytra en hann komst ekki upp úr sínum riðli í einstaklingskeppninni en fór í 8-liða úrslit með Reup í liðakeppninni.

Ferðin hjá Jóhanni gekk ekki slysalaus fyrir sig þar sem dekk sprakk á hjólastóli Jóhanns og þá greindist hann með tennisolnboga ytra og kenndi sér eymsla vegna hans.