Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann og Hinrik snúa aftur til Grindavíkur
Mynd frá vef Grindavíkurbæjar.
Mánudagur 15. maí 2017 kl. 10:29

Jóhann og Hinrik snúa aftur til Grindavíkur

Körfuknattleiksmaðurinn Jóhann Árni Ólafsson snýr aftur til Grindavíkur eftir vetrardvöl hjá Njarðvík og Hinrik Guðbjartsson snýr aftur frá Vestra á Ísafirði. Þá framlengdi Dagur Kár samning sinn við Grindavík.

Þjálfari liðsins síðustu tvö árin, Jóhann Þór Ólafsson, skrifaði einnig undir nýjan samning við liðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við grindavik.is segist Jóhann Árni hafa mjög gaman að þessu og ætli að halda að áfram að leggja sitt af mörkum. „Það er nú kominn dálítill tími síðan ég settist niður með mönnum hér í Grindavík og við fórum yfir hlutina. Síðan þá gerðist lítið annað en að ég var að fara yfir kosti og galla þess að koma aftur til Grindavíkur eða að taka annað tímabil með Njarðvík. Síðan gerðust hlutirnir hratt í gær og ég er mjög sáttur.“