Jóhann og félagar úr leik
Jóhann B. Guðmundsson og félagar hans í norska liðinu Lyn töpuðu í gær gegn Stabæk í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1 og því varð að grípa til framlengingar þar sem bæði lið skoruðu eitt mark. Stabæk hafði þó betur í vítaspyrnukeppninni og sigraði samtals 7-6 en þess má geta að Jóhann tók fyrstu spyrnu Lyn og skoraði.Lyn er þar með fallið úr leik í bikarnum en er þó enn í harðri baráttu við Rosenborg um norska meistaratitilinn.