Jóhann með tvö silfur í Írlandi
Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson frá Keflavík náði frábærum árangri á móti sem lauk fyrr í dag í Írlandi.
Hann lenti í öðru sæti í tvíliðaleik í gær þar sem hann keppti með Rússanum Sergei Podubbniy. Þeir mættu sterkum spilurum frá Austurríki í spennandi úrslitaviðureign sem lauk 3-2.
Þeir félagar mættust svo í úrslitum í einliðaleik í dag þar sem Rússinn hafði betur.
Þetta er sannarlega glæsilegur árangur hjá Jóhanni sem stefnir hraðbyri á sæti á Ólympíumóti fatlaðra í Peking á næsta ári.
Mynd úr safni: Jóhann í leik á ÓL í Aþenu árið 2004.