Jóhann landaði gulli
Jóhann R Kristjánsson landaði gullinu í tvíliðaleik í borðtennis á alþjóðlegu punktamóti sem haldið var í Rúmeníu um helgina. Gullið vann hann ásamt ítölskum keppenda. Jóhann keppir í þremur greinum Einliðaleik, Tvíliðaleik og svo í opnum flokki þar sem allir keppa. Hann komst áfram í milliriðil í sínum keppnisflokki eða í 8 manna. Hann vann keppenda í opna flokkinum en féll svo úr keppni gegn einum besta keppendanum í Evrópu.
Þetta mót skilar Jóhanni mörgum dýrmætum stigum inná alþjóðlega listann sem veita stig til þátttökuréttar í Evrópumót og heimsmeistarakeppnina.