Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann komst í 9.-12 manna úrslit í Köln
Miðvikudagur 1. september 2010 kl. 15:47

Jóhann komst í 9.-12 manna úrslit í Köln

Borðtennisspilarinn Jóhann Rúnar Kristjánsson lék á Opna þýska meistaramótinu sem fram fór í Köln um síðastliðna helgi. Bestum árangri náði Jóhann í einliðaleiknum þar sem hann komst í 9-12 manna úrslit. Framundan eru sterkar æfingabúðir í Slóveníu og svo Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu í lok októbermánaðar.

Opinn flokkur:
Jóhann mætti spilara frá Slóvakíu og tapaði 0-2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tvíliðaleikur:
Jóhann lék með Slóvakanum sem hann tapaði fyrir í opnum flokki. Saman mættu þeir írsku pari og lágu 0-2.

Liðakeppni:
Í liðakeppninni voru Jóhann og Slóvakinn mættir aftur saman og höfnuðu þeir í 3. sæti í sínum riðli eftir jafna leiki og munaði litlu að þeir kæmust áfram upp úr riðlinum en það hafðist þó ekki.

Einliðaleikur:
Í einliðaleiknum spilaði Jóhann við næststigahæsta mann í heiminum og tapaði 0-3, svo spilaði hann við Þjóðverja og vann hann 3-0, síðasti leikur sem var gegn Brasilíumanni fór 0-3 sem varð til þess að það urðu þrír spilarar allir jafnir og Jóhann var með besta hlutfallið á milli þeirra þar sem hann vann sinn leik stórt en tapaði mjög tæpt. Því spilaði Jóhann í 9-12 manna úrslitum og þar spilaði hann við Brasilíumann og tapaði 0-3.

Framhaldið verður þétt hjá Jóhanni þar sem hann er á leið í sterkar æfingabúðir í Slóveníu og að þeim loknum tekur við Heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu sem fer fram dagana 25. október – 3. nóvember.