Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jóhann í 8-liða úrslitum á alþjóðlegu móti
Laugardagur 7. maí 2011 kl. 08:14

Jóhann í 8-liða úrslitum á alþjóðlegu móti

Borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson og Austurríkismaðurinn Hans Reup eru komnir í 8-liða úrslit í liðakeppninni á opna Slóvenska meistaramótinu. Riðlakeppni liðakeppninnar lauk í gær þar sem Jóhann og Reup unnu tvo sigra og töpuðu naumlega einum leik og komust fyrir vikið upp úr riðlinum og inn í 8-liða úrslit.

Jóhann og Reup lögðu bandaríska sveit í fyrsta leik, 3-0 og lentu svo í maraþon-bardaga gegn sveit frá Suður-Kóreu sem lyktaði með 3-2 sigri þeirra kóresku þar sem leikurinn var næstum þriggja stunda langur. Í þriðja og síðasta leiknum í riðlinum, sem fram fór í dag, mættu Jóhann og Reup liði frá Ítalíu sem þeir skelltu 3-0.

Áður hafði Jóhann fallið úr keppni í einstaklingskeppni eftir að hann hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli en það dugðu ekki til að komast í 8-liða úrslit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

8-liða úrslitin hófust í gærkvöldi en við munum fylgjast með gangi mála hér á vf.is.