Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Jóhann framlengir hjá Grindavík
Miðvikudagur 1. desember 2010 kl. 15:51

Jóhann framlengir hjá Grindavík

Jóhann Helgason leikmaður Grindavíkur hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið en samningur hans var útrunninn. Jóhann sem er 26 ára hefur verið einn af lykilmönnum Grindavíkur undanfarin ár.

Hann lék 21 leik í sumar. Hann hefur leikið með Grindavík síðan 2006 en lék áður með KA. Jóhann hefur leikið 93 leiki með Grindavík og skorað 10 mörk. Hann hefur leikið einn með U21 árs landsliðinu og 5 með U19.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024