Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 29. júlí 2002 kl. 21:32

Jóhann ekki með Lyn í tapleik gegn Rosenborg

Lyn tapaði gegn Rosenborg, 2-3, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á heimavelli Lyn. Jóhann Guðmundsson lék ekki með Lyn vegna meiðsla en hann er sem stendur meiddur á hásin og mun líklega þurfa að hvíla í um tvær vikur. Það var Helgi Sigurðsson og Tom Berntsen sem skoruðu mörk Lyn en þess má geta að eitt marka Rosenborgar var sjálfsmark.Lyn heldur þó enn toppsæti deildarinnar, eru með 34 stig eftir 15 leiki en Odd Grenland er í 2. sæti með 29 stig en hefur spilað einum leik meira.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024