Íþróttir

Jóhann Birnir leggur knattspyrnuskónum
Mánudagur 11. september 2017 kl. 18:22

Jóhann Birnir leggur knattspyrnuskónum

Keflvíkingurinn Jóhann B. Guðmundsson hefur lagt knattspyrnuyskóna á hilluna en þetta tilkynnti hann í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. Jóhann, sem verður fertugur á árinu hefur leikið stærstan hluta ferilsins hjá Keflavík en hann lék líka í um áratug sem atvinnumaður, m.a. hjá Watford í ensku úrvalsdeildinni í Englandi. Þá lék hann með Cambridge í Englandi, Lyn í Noregi og Örgryte og GAIS í Svíþjóð.
Jóhann lék átta A-landsleiki og 23 landsleiki með yngri landsliðum. Hann á 203 leiki fyrir Keflavík og skoraði í þeim 46 mörk, 168 voru í efstu deild og í þeim skoraði hann 41 mark.

Jóhann verður „kvaddur“ í næsta leik Keflvíkinga nk. laugardag.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024