Jóhann Benediktsson á leið til Grindavíkur?
Samkvæmt öruggum heimildum Víkurfrétta mun Jóhann Benediktsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, ganga til liðs við Grindavík á allra næstu dögum. Eins og menn vita féll Keflavík úr úrvalsdeildinni í sumar og hafa Grindvíkingar óskað eftir því að Jóhann gangi til liðs við þá í þó nokkurn tíma.Jóhann er samningsbundinn Keflavík og ef hann færi fengi liðið einhverja peningaupphæð fyrir kappann.