Jóhann Árni og Berglind Anna best í Grindavík
Á laugardaginn skelltu Grindvíkingar sér í glansgallann og héldu sína árlegu árshátíð og fóru yfir uppskeru vetrarins. Hátíðin var hin veglegasta að venju og var dýrasta dúó landsins mætt til að trylla líðinn í þeim Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvalds. Jón Björn Ólafsson ritstjóri karfan.is og fyrrum starfsmaður Víkurfrétta stýrði veislunni af röggsemi og lét skotin dynja á vel völdum Grindvíkingum.
Sem fyrrr segir var hátíðinn hin veglegasta en þeir Grindvíkingar hafa jafnan státað sig af því að vera Íslandsmeistarar í lokahófum. Grillaðir lambaskrokkar ásamt meðlæti og gengu allir saddir frá borði. Verðlaunaafhending var svo þar sem bestu leikmenn og aðrir sem sköruðu framúr yfir veturinn voru heiðraðir. Jóhann Árni Ólafsson var valinn besti leikmaður vetrarins og svo var það Þorleifur Ólafsson sem var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hjá stúlkunum var það Berglind Anna Magnúsdóttir sem var valinn besti leikmaður, Ingibjörg Sigurðardóttir var valinn efnilegasti leikmaðurinn, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir var besti varnarmaður vetrarins og svo var það Jean Lois Sicat sem þótti sýna mestu framfarir yfir veturinn.
Eftir verðlaunaafhendingu var svo haldið í Salthús þeirra Grindvíkinga og þar var dansað langt fram eftir morgni og góðum vetri fagnað vel og vandlega.
Jón Björn veislustjóri er ekki þekktur fyrir tónlistarhæfileika sína. Það hindraði hann þó ekki í því að taka lagið.
Raggi Bjarna tók lagið með stelpunum.
Myndir Skúli Sigurðsson