HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Íþróttir

Jóhann Árni í nærmynd fimmtán árum seinna
Jóhann Árni er hér lengst til hægri í leik Grindavíkur gegn Þór Þorlákshöfn á dögunum.
Laugardagur 21. október 2017 kl. 08:00

Jóhann Árni í nærmynd fimmtán árum seinna

Árið 2002 var Jóhann Árni Ólafsson 16 ára gamall og spilaði körfubolta með Njarðvík. Í dag leikur hann með Grindavík ásamt því að starfa sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík. Víkurfréttir fengu smá nærmynd af Jóhanni þá og núna, 15 árum síðar, fengum við hann til að svara sömu spurningum fyrir okkur.

Jóhann Árni í nærmynd í dag:

Public deli
Public deli

Besti meðspilari?
Mér finnst ótrúlega gott að vera með Óla Óla i í liði þegar hann er á fullum krafti

Erfiðasti andstæðingur?
Ætli ég verði ekki að segja KR-liðið því miður, hef alltaf dottið út á móti þeim í úrslitakeppninni síðan 2013

Af hverju númer 4?
Eða ekki. Dagur Kár er númer 4 og ég gerði ekkert tilkall í fjarkann þegar ég kom aftur í Grindavík. Hann hefur staðið sig vel og á hann skilið

Hvaða númer viltu helst bera?
Ég væri númer 4 ef enginn væri í því númeri

Uppáhalds lið og leikmaður í ensku?
Chelsea, en ég á ekki uppáhaldsleikmann eftir að Drogba hætti.

Uppáhalds lið og leikmaður í NBA?
Ég á eiginlega ekki uppáhaldslið, en ef ég á að nefna eitthvað þá er það San Antonio Spurs, uppáhalds leikmaðurinn í NBA er Manu Ginobili

Mest aðlaðandi stjarna?
Beyoncé

Hvernig tónlist hlustar þú á?
Ég hlusta lítið á tónlist þegar ég get stjórnað því sjálfur. Þegar ég stjórna þá finnst mér þægilegra að hlusta á gott podcast. En ég er opinn fyrir allri tónlist, fer svolítið eftir stað og stund

Hvaða fatamerki fílar þú mest?
Ætli ég eigi ekki mest af Nike og Tommy Hilfiger

Hvert er átrúnaðargoðið?
Ég á nú ekkert átrúnaðargoð í dag, en finnst gaman að lesa um fólk sem er að gera góða hluti og er að ná árangri og reyni að tileinka mér það

Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir þessi orð nefnd?
Tré: Skógur
Koddi: Koddinn minn
Nammi: Petrúnella nammigrís
Sulta: Gaurinn sem var að biðja um auka sultu á rúmstykkið sitt í bakaríinu um helgina
Keflavík: Leikur við Keflavík á fimmtudaginn, það er alltaf skemmtilegir leikir

Hvað gerir þú um helgar? Mjög svipað og svarið fyrir 15 árum, ég eyddi t.d allri síðustu helgi í það að þjálfa körfubolta. Annars eru helgarnar tími fjölskyldunnar, ég eyði mikið af mínum frítíma með fjölskyldunni að gera eitthvað saman

Spakmæli eða mottó: Ég er mjög ánægður með síðasta svar, vona að börnin mín eigi eftir að lifa eftir sama mottói og hlusta á foreldra sína. Annars er mottóið mitt núna frekar klisjukennt en það er að njóta staðs og stundar og taka ekki þátt í þessu týpíska lífsgæðakapphlaupi

Jóhann Árni í nærmynd árið 2002:

Besti meðspilari: Kristján Sigurðsson, Njarðvík

Erfiðasti andstæðingur: Ég veit ekki hver er erfiðastur en Sveinn Clausen í ÍR er mest pirrandi og í raun allt ÍR liðið

Af hverju ertu númer 4? Ég held ég hafi verið að herma eftir Begga bróður

Hvaða númer viltu helst bera? Ég er mjög sáttur við fjarkann

Uppáhalds lið og leikmaður í ensku? Ég held upp á Chelsea og þar er Jimmy Hasselbaink og Eiður Smári aðalmennirnir

Uppáhalds lið og leikmaður í NBA? Toronto Raptors og Vince Carter

Mest aðlaðandi „stjarna“? Jennifer Lopez

Hvaða fatamerki „fílar“ þú mest? Nike og And1

Hvert er átrúnaðargoðið? Jón Arnór Stefánsson, hann er geðveikur!

Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir þessi orð nefnd?

Tré: Parket
Koddi: Að sofa
Nammi: Nammibannið hjá Benna þjálfara
Sulta: Kobbi í ÍR
Keflavík: SÓP!

Hvað gerir þú um helgar? Ég keppi í körfu um hverja einustu helgi og því hagar maður kvöldunum eftir því. Ég geri vanalega bara eitthvað með vinahópnum

Spakmæli eða mottó? Ef þú gerir allt sem mamma þín segir þá fer allt vel