Jóhann Árni gerði 89 stig!
Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson náði þeim fáheyrða árangri að skora heil 89 stig í leik UMFN og Hauka í unglingaflokki í körfuknattleik í dag, Skemmst er frá að segja að leikurinn var allan tímann í höndum Njarðvíkinga, sem léku á heimavelli og endaði 143-79.
Samkvæmt heimasíðu UMFN var staðan eftir 1. leikhluta 44-18 þar sem Njarðvíkingar gerðu alls 9 þriggja stiga körfur og Jóhann gerði 19 stig. Hann bætti um betur í öðrum leikhluta þegar hann gerði heil 30 stig og voru úrslitin löngu ráðin þegar blásið var til hálfleiks, staðan 81-35.
Jóhann Árni gerði alls átta þriggja stiga körfur í leiknum og hefði með heppni getað skriðið yfir 90 stiga múrinn því hann misnotaði 7 vítaskot í leiknum.
Víkurfréttir höfðu samband við Óskar Ó. Jónsson, tölfræðisérfæðing KKÍ og blaðamann á 365 prentmiðlum, til að grennslast fyrir um hvort um met væri að ræða. Sagði hann að engin leið væri til að komast að því hvort nokkur leikmaður í yngri flokkum hefði skorað meira, þar sem tölfræðiskráningu væri ábótavant, en sagðist ekki muna til þess að hafa heyrt af slíku. Þó hafa fleiri stig verið skoruð í meistaraflokki, en Danny Shouse fór yfir 100 stiga múrinn í 2. deild karla fyrir nokkrum árum.
Þannig er um að ræða óopinbert stigamet í yngri flokkum þar til annað kemur í ljós.
VF-mynd úr safni: Jóhann í leik með meistaraflokki
Samkvæmt heimasíðu UMFN var staðan eftir 1. leikhluta 44-18 þar sem Njarðvíkingar gerðu alls 9 þriggja stiga körfur og Jóhann gerði 19 stig. Hann bætti um betur í öðrum leikhluta þegar hann gerði heil 30 stig og voru úrslitin löngu ráðin þegar blásið var til hálfleiks, staðan 81-35.
Jóhann Árni gerði alls átta þriggja stiga körfur í leiknum og hefði með heppni getað skriðið yfir 90 stiga múrinn því hann misnotaði 7 vítaskot í leiknum.
Víkurfréttir höfðu samband við Óskar Ó. Jónsson, tölfræðisérfæðing KKÍ og blaðamann á 365 prentmiðlum, til að grennslast fyrir um hvort um met væri að ræða. Sagði hann að engin leið væri til að komast að því hvort nokkur leikmaður í yngri flokkum hefði skorað meira, þar sem tölfræðiskráningu væri ábótavant, en sagðist ekki muna til þess að hafa heyrt af slíku. Þó hafa fleiri stig verið skoruð í meistaraflokki, en Danny Shouse fór yfir 100 stiga múrinn í 2. deild karla fyrir nokkrum árum.
Þannig er um að ræða óopinbert stigamet í yngri flokkum þar til annað kemur í ljós.
VF-mynd úr safni: Jóhann í leik með meistaraflokki